Dagsetning
1. desember
kl. 11:00-13:00
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

100 ára fullveldisafmæli með stúdentum

Litla Torg (Háskólatorg, Háskóli Íslands), Höfuðborgarsvæðið

Laugardaginn 1. desember heldur ungur transmaður og hælisleitandi, Prodhi Manisha, ávarp fyrir hönd stúdenta um eðli fullveldis og hvað það felur í sér „að vera Íslendingur“ í tengslum við hugtakið. Í kjölfar fylgir lífleg ræðukeppni sem þrætir með eða á móti ýmsum atriðum fullveldisins og loks hnífbeitt ljóðaslamm frá Davíð Þór, einnig þekktur sem Svarta Laxness, um ábyrgðina sem fylgir fullveldi og eigin reynslu af „sjálfstæði Íslendinga“.

Í boði verður bæði súpa og orkudrykkir fyrir prófþreytta nema sem vilja leita sér eins til tveggja klukkutíma skjóls í rólegheitum innan veggja Háskóla Íslands áður en lagt er af krafti í lærdómin eða út í afmælisdaginn sjálfan.  

 

Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/329245251207734/

Efst á baugi