Dagsetning
1. desember
kl. 13:00-15:00
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Austfirskt, sjálfbært fullveldi - lokahóf

Menntaskólinn á Egilsstöðum, Austurland

Hátíðardagskrá verkefnisins „Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?“ verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum laugardaginn 1. desember á milli kl. 13:00 og 15:00.

 

Tenging fullveldis og sjálfbærrar þróunar á Austurlandi fyrr og nú verður til umfjöllunar með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Í húsnæði Menntaskólans verða fjórar sýningar úr fjórðungnum settar upp þennan eina dag þar sem heimsmarkmiðin eru spegluð í gegnum líf austfirskra barna.

Nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum munu á margvíslegan hátt varpa ljósi á umhverfismál og sjálfbæra þróun, fyrr og nú og ekki síst til framtíðar.

Kaffiveitingar á þjóðlegum nótum, austfirsk ungskáld, fjölbreytt tónlistaratriði og lokaverkefni er tengjast sjálfbærri þróun, fjölbreyttar sýningar og teiknimyndasmiðja er meðal þess sem í boði verður.

Efst á baugi