Dagsetning
1. desember - 31. janúar
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis

Amtsbókasafnið á Akureyri, Norðurland eystra

Á Amtsbókasafninu á Akureyri verður haldin sýning tileinkuð fullveldi Íslands í desember 2018. Á sýningunnni, sem verður opnuð laugardaginn 1. desember, mun Héraðsskjalasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri ásamt Amtsbókasafni sýna ljósmyndir, muni, skjöl og fleira sem tengist fullveldinu. Hvaða fundur var haldinn í Samkomuhúsinu síðla sumars árið 1918? Hver var kjörsókn á Akureyri í kosningum um sambandslagafrumvarpið þann 19. október 1918? Hvernig var fullveldinu fagnað? Hvernig leit bærinn út árið 1918? Hvaða bækur fengu gestir Amtsbókasafnsins að láni á fullveldisárinu? Söfnin þrjú munu leitast við að svara upptöldum spurningum og fleirum til á fyrirhugaðri samsýningu í desember. Sýningin sem minnist aldarafmælis fullveldis Íslands kallar á samstarf þriggja safna og veitir íbúum og gestum bæjarins tækifæri á að fræðast um söguna, samfélagið og fullveldishugtakið.

Efst á baugi