Dagsetning
1.-31. desember
Staðsetning
Harpa - 5. hæð, Höfuðborgarsvæðið
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fáni fyrir nýja þjóð

Harpa - 5. hæð, Höfuðborgarsvæðið

Sýningin speglar fortíð og framtíð með því að skoða gamlar og nýjar tillögur að íslenska fánanum. 

Sýndir verða nokkrir fánar sem voru tillögur að nýjum fána fyrir Ísland frá byrjun síðustu aldar. Þar má meðal annars nefna tillögu Jóhannesar Kjarvals og tillögur Kristjáns X. Danakonungs, en sú tillaga hafur aldrei áður komið fyrir augu þjóðarinnar.

Á móti verða sýndar tillögur eftir tvo myndlistarmenn, þau Elínu Hansdóttir og Arnar Ómarsson, og tvo grafíska hönnuði, þau Kristínu Þorkelsdóttur og Jakob Sturlu Einarsson, sem fengu það verkefni að hanna nýja fána fyrir framtíðarþjóðina.

Sýningarstjóri er Hörður Lárusson.

Sýningin er haldin í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands og unnin í samstarfi við forsætisráðuneytið og Hönnunarmiðstöð Íslands. Hönnunarsjóður veitti styrk til sýningarinnar.

*A Flag for a New Nation* The exhibition mirrors the past and the future, by displaying both old and new proposals for a new Icelandic flag. Some of the original proposals, made early in the 20th century, are shown. One from renowned Icelandic painter Jóhannes Kjarval and another by Christian X, king of Denmark, now shown publicly for the first time in Iceland. As an answer to the old proposals, two artists, Elín Hansdóttir and Arnar Ómarsson, and two designers, Kristín Þorkelsdóttir and Jakob Sturla Einarsson, have designed new proposals for the national flag. Curator: Hörður Lárusson The exhibition is being held as part of the celebration of the Centenary of Icelandic independence and sovereignty, and in cooperation with the Prime Minister’s Office and the Iceland Design Centre.

Efst á baugi