Dagsetning
1. desember
kl. 15:30-16:30
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fjallkonurnar okkar

Versalir, Ráðhúsi Ölfuss, Suðurland og Suðurnes

Viðburðurinn Fjallkonurnar okkar verður haldinn í Versölum, ráðhúsi Ölfuss laugardaginn 1. desember kl. 15:30 í tilefni 100 ára afmælis Fullveldisins Íslands. 
Nokkrar af þeim sem hafa verið fjallkonur í Þorlákshöfn á 17. júní í gegnum tíðina koma og flytja það ljóð sem þær fluttu þegar þær voru fjallkonur. 
Samhliða þessum viðburði verður ljósmyndasýning um fjallkonur opnuð í Galleríinu undir stiganum á Bæjarbókasafni Ölfuss.
Allir velkomnir! Kaffi og smákökur í boði.

Viðburðurinn er unnin í samstarfi við Kvenfélag Þorlákshafnar.
Kvenfélagið hefur séð um að tilnefna fjallkonuna á ári hverju og félagið á skautbúninginn sem fjallkonurnar klæðast.

Efst á baugi