Dagsetning
29. nóvember
kl. 17:00-18:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldishátíð - opið hús

Grunnskóli Drangsness, Vestfirðir

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Drangsness halda Fullveldishátíð og opið hús fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17:00-18:00.

Sýndur verður afrakstur smiðjunnar 1918-2018, boðið upp á veitingar o.fl.

 Dagskrá

Nemendur 1. bekkjar flytja kveðskap

Nemendur 8.-10. bekkjar Grunnskóla Drangsness og Grunnskólans á Hólmavík flytja erindi

Nemendur í 4.-6. bekk flytja frumsaminn leikþátt, Frostaveturinn mikli á Ströndum – vinir í vanda

Útvarp Strandir – Strandir þá og nú, viðtöl við íbúa Kaldrananeshrepps um minnistæða viðburði á liðinni öld. Útvarpsþátturinn var unninn af nemendum í 4.-6. bekk.

Í húsnæði skólans má svo sjá afrakstur annarrar vinnu á haustönninni m.a upplýsingar um Norðurlöndin o.fl.

 

Efst á baugi