Dagsetning
1. desember
kl. 14:00-17:00
Staðsetning
Nýheimar, Suðurland og Suðurnes
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Hátíðardagskrá í Nýheimum, Höfn

Nýheimar, Suðurland og Suðurnes

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands efnir Menningarmiðstöð Hornafjarðar til hátíðardagskrár í Nýheimum.

Opnuð verður sýningin: ,,Kynjamyndir - Sigurður Einarsson, en Sigurður sótti myndefni sitt mest í íslenska náttúru og fígúrugerði hana með ýmsum kynjamyndum sem hann las úr landinu, jöklum þess og klettum, vatnsföllum, holtum og hólum.

Listasmiðjan, ,,Skjótum upp fána“, verður í boði fyrir börn og fullorðnar hjálparhellur, þar sem rætt verður um sögu þjóðfánans og þátt hans í sjálfstæðisbaráttunni.

Einnig verður önnur dagskrá til skemmtunar og fróðleiks.

Verið velkomin!

Efst á baugi