Dagsetning
16. desember
kl. 15:00-17:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Útileikir barna í 100 ár

Byggðasafnið í Görðum, Akranesi, Vesturland

Í tilefni af eitt hundrað ára afmæli fullveldis Íslands hyggst Byggðasafnið í Görðum gera stutta heimildarmynd um útileiki barna. Árið 1917 kom út bókin Kvæði og leikir handa börnum í samantekt Halldóru Bjarnadóttur og var hún endurútgefin árið 1919 og aftur síðar. Bókin var ein fyrsta sinnar tegundar sem rituð var á íslensku um þetta efni og er mikilvæg heimild um leiki barna á þessum tíma. Útgáfutími bókarinnar fellur að þeim tíma er Ísland varð fullvalda ríki. Það varð kveikjan að því að skoða hvernig útileikir barna hafa breyst á þeim tíma sem liðinn er.

Þannig yrði heimildarmyndin til að varpa ljósi á útileiki barna og hvernig þeir hafa breyst í áranna rás. Í leiðinni gefst tækifæri til að kynna gamla útileiki fyrir nýjum börnum.

Hátíðarsýning heimildarmyndarinnar fer fram í Byggðasafninu í Görðum, Akranesi, en á eftir mun sýningargestum gefast tækifæri til að taka þátt í nokkrum gömlum útileikjum.

Efst á baugi