Dagsetning
6. desember
kl. 16:00-20:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Heimili Ingibjargar og Jóns

Jónshús, Erlendis

ÍBÚÐ INGIBJARGAR OG JÓNS FÆRÐ Í UPPRUNALEGT HORF

Þann 6. desember verður Jónshús opið frá kl 16 til 20 vegna opnunar á nýendurgerðri sýningu um Ingibjörgu Einarsdóttur og Jón Sigurðsson á þriðju hæð hússins. Þjóðminjasafn Íslands hefur haft veg og vanda af því að færa íbúð þeirra hjóna í upprunalegt horf en við það verkefni hefur aðstoð verið fengin frá ýmsum sérfræðingum, meðal annars frá ráðgjöfum Þjóðminjasafns Danmerkur. Margir hafa lagt hönd á plóg við verkefnið þar á meðal hópur fólks sem tók að sér að bródera púða, hekla pottaleppa og sauma í dúka eins og gert var á tímum Ingibjargar og Jóns, en þau bjuggu í húsinu frá 1852 til 1879.

Vonumst við til þess að sem flestir leggi leið sína í Jónshús þennan dag, enda sýningin sérlega áhugaverð. Boðið verður upp á léttar veitingar ásamt því að kórarnir sem að hafa æfingaaðstöðu í húsinu munu syngja nokkur jólalög.

 

Efst á baugi