Dagsetning
1. desember
kl. 14:00-16:00
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Hundrað ára fullveldisafmæli

Ráðhús Bolungarvíkur, Vestfirðir

Hundrað ára fullveldisafmæli Íslands verður fagnað kl. 14:00 þann 1. desember 2018 í Ráðhúsi Bolungarvíkur og endurbættum Ráðhússal.

Árið 1918 er eitt af merkari árum í sögu þjóðarinnar en 1. desember
það ár varð Ísland frjálst og fullvalda ríki.

Af því tilefni munu bolvísk börn og ungmenni fara með ljóð, syngja og leika á hljóðfæri og sýna myndir í tilefni dagsins og boðið verður upp á þjóðlegar veitingar.

Tilvalið er að skrýðast þjóðbúningi á þessum degi.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Efst á baugi