Dagsetning
1. desember
kl. 20:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

„Hver á sér fegra föðurland“

Menningarhúsið Miðgarður, Varmahlíð Skagafirði, Norðurland vestra

Á fullveldisafmælinu, 1. desember 2018, verður haldin skemmtidagskrá í Miðgarði í Skagafirði kl. 20 undir yfirskriftinni: „Hver á sér fegra föðurland“.

Dagskráin verður borin uppi af tveimur kórum héraðsins, Kvennakórnum Sóldísi og Karlakórnum Heimi. Valin verða lög til flutnings er varpa ljósi á sögu fullveldisins og síðar lýðveldisins Íslands í 100 ár. Reynt verður að höfða til allra aldurshópa í lagavali og draga fram mikilvægi þess að fá að lifa í frjálsu og fullvalda landi.

Á milli laga verða dregnar upp þjóðlífsmyndir sem styðja við söngatriðin, en meginmarkmiðið er að gefa fólki trú á möguleika þjóðarinnar í komandi framtíð. 

Auk kóranna standa að dagskránni Gangnamannafélag Austurdals og Akrahreppur.

Efst á baugi