Dagsetning
1. desember
kl. 20:00-21:40
Staðsetning
Eldborg, Hörpu/RÚV
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

ÍSLENDINGASÖGUR

Eldborg, Hörpu/RÚV

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins býður ríkisstjórn Íslands þjóðinni til veislu. Hátíðarviðburður fullveldisdagsins er nýstárleg sýning í tali og tónum, byggð á sögum Íslendinga fyrr og nú, ofin í myndrænan ljósagjörning.  Þar munu Sinfóníuhljómsveit Íslands, leikarar, söngvarar og einleikarar spinna sinfónískan sagnavef ásamt kórunum Schola cantorum og kór Menntaskólans við Hamrahlíð.

Í sýningunni er horft fram á veginn, til næstu 100 ára með sögu síðustu aldar í farteskinu. Í þessum sinfóníska vef verða fólgnar fjölbreyttar gersemar, t.d. verður frumflutt sigurlag samkeppni afmælisnefndar fullveldisafmælisins „Landið mitt“ eftir Jóhann G. Jóhannsson, auk frumflutnings á verki eftir Báru Gísladóttur sem samið var gagngert fyrir þetta tilefni. Þá verður flutt ný útgáfa verksins Ad Genua eftir Önnu Þorvaldsdóttur við texta Guðrúnar Evu Mínervudóttur og er um að ræða frumflutning á Íslandi. Meðal listamanna sem fram koma eru tónlistarhópurinn Adapter, Varna Nielsen trommudansari frá Grænlandi, leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir, Nicholas Candy og Orri Huginn Ágústsson, sópransöngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir og rapparinn Ragna Kjartansdóttir. Búningahöfundur er Ingibjörg Jara Sigurðardóttir.

Listrænn stjórnandi sýningarinnar er Arnbjörg María Danielsen, sem ásamt danska video-listamanninum Lene Juhl Nielsen og ljósahönnuðinum Kasper Wolf Stouenborg annast sjónræna útfærslu og umgjörð sýningarinnar. Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.

Sýningin verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og er unnin í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hörpu.

Icelandic sagas - symphonic performative installation On the occasion of the 100th anniversary of independence and sovereignty, the Government of Iceland will host music celebrations at Harpa on 1 December. The performance will offer a varied program of music from past and present, woven in a tapestry of tales and tones, based on fragmented stories and imagery of Icelanders.The Iceland Symphony Orchestra, along with actors, singers and soloists will spin a symphonic saga with the choirs Schola cantorum and the choir of Menntaskólinn við Hamrahlíð. Through this symphonic performative installation there will be a variety of different treasures, including a premier of the Centenary song "My Land" by Jóhann G. Jóhannsson, as well as the premiere of a piece by Bára Gísladóttir, which was composed for this occasion. A new version of the work Ad Genua by Anna Þorvaldsdóttir to the lyrics of Guðrún Eva Mínervudóttir, will also be premiered. Among the artists taking part are the actors Kristín Þóra Haraldsdóttir, Nicholas Candy and Orri Huginn Ágústsson, soprano singer Jóna G. Kolbrúnardóttir, musician Ragna Kjartansdóttir, the Ensemble Adapter and Varna Nielsen drummer-dancer from Greenland. The costume designer for the production is Ingibjörg Jara Sigurðardóttir. The artistic director of the production is Arnbjörg María Danielsen, who together with the Danish video artist Lene Juhl Nielsen and the light designer Kasper Wolf Stouenborg creates the conceptual visual design and layout of the exhibition. The conductor is Bjarni Frímann Bjarnason. The production will be broadcast live on RÚV and is organised in collaboration with the Iceland Symphony Orchestra and Harpa.

Efst á baugi