Dagsetning
10.-24. nóvember
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Konungsheimsóknir

Glerártorg - Akureyri, Norðurland eystra

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands býður danska sendiráðið á Íslandi upp á ljósmyndasýningu á Glerártorgi. Myndirnar eru frá konungsheimsóknum Dana til Íslands á árabilinu 1874 til 1938. Þá eru og á sýningunni myndir frá því að danska varðskipið Vædderen flutti fyrstu handritin aftur til Íslands árið 1971.

Sýningin stendur frá 10.-24. nóvember næstkomandi og eru allir hjartanlega velkomnir.

Ljósmyndasýningin er haldin í samstarfi við Akureyrarstofu og Glerártorg.