Dagsetning
16. mars
kl. 09:15-16:00
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Málstofa um fullveldi Íslands í fortíð, nútíð og framtíð

Háskólinn á Akureyri: M 102. , Norðurland eystra

Háskólinn á Akureyri (Hug- og Félagsvísindasvið) og Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Jakob þór Kristjánsson og Skafta Ingimarsson boða til málstofu í tilefni að 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Fjallað verður um fullveldishugtakið á breiðum grunni, þar sem fram koma ólík viðhorf fræðimanna til fullveldisins í fortíð, nútíð og framtíð. Málstofunni er ætlað að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur fyrir umræðu um mikilvægi fullveldisins í fortíð, nútíð og framtíð. Fjallað verður um fullveldið frá sjónarhóli sagnfræði, lögfræði, stjórnmálafræði og málfræði. Málstofan verður opin almenningi.

 „Fullvalda þjóð í frjálsu landi“[1]

Málstofa um fullveldi Íslands í fortíð, nútíð og framtíð

 Háskólinn á Akureyri, stofa M102

Málstofan er í boði Háskólans á Akureyri og Minjasafnsins á Akureyri

 

 9:15 – 09:25  Setning

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri

09:30 – 10:50 Sjálfstæðisbaráttan og fullveldið

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við Háskóla Íslands

Fullveldishugtakið og íslensk sjálfstæðisbarátta.

Páll Björnsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Hugmyndastraumar, atvinnuhættir og fullveldi Íslands.

Stefanía Óskarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands

Fullveldi, sjálfstæði: í hverju liggur munurinn?

11:00 – 11:40 Akureyri 1918

Jón Hjaltason, sagnfræðingur og Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri

Akureyri í kreppu og kulda.

11.40 – 12:10 Nútímalist og fullveldið

Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri

Sköpun sjálfstæðrar listar.

Matarhlé  12:10 – 13:15.

13:15 – 14:35 Þjóðaréttur og fullveldið

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri

Náttúruauðlindir og fullveldisréttur.

Bjarni Már Magnússon, dósent við Háskólann í Reykjavík

Ytra fullveldi frá sjónarhóli þjóðaréttar.

Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt  við Háskólann á Akureyri

Endurtekin tilraun til að nálgast fullveldið.

14:35 – 14:45 Kaffi

14:45 – 16:00 Íslenskan og fullveldið

Auður Hauksdóttir, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands

Björguðu Danir íslenskunni?

Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri

Íslenskan – fullvalda mál, þá?

Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri  

Íslenskan – fullvalda mál, nú? 

16:00 Málstofuslit

Haraldur Þ. Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.

 


[1] Úr ræðu Jóns Helgasonar biskups, flutt í Dómkirkjunni 1. desember 1918. Sjá Björn Þórðarson, Alþingi og frelsisbaráttan 1874-1944. Reykjavík: Alþingissögunefnd gaf út, 1951, bls.  379.