Dagsetning
1. desember
kl. 16:00-19:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Menningardagskrá og fullveldismóttaka í Helsinki 1. desember

Helsinki, Erlendis

 Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins mun sendiráðið í Helsinki efna til hátíðardagskrár í Riddarahúsinu í Helsinki laugardaginn 1. desember milli klukkan 16-19. 

Sendiherrar Íslands og Danmerkur í Helsinki, Árni Þór Sigurðsson og Charlotte Laursen, munu flytja ávarp. Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi, heldur erindi um fullveldið.

 Knapar á íslenskum hestum taka á móti gestum við komu. Á dagskrá eru einnig íslensk og finnsk tónlistaratriði með Ara Þór Vilhjálmssyni, fiðluleikara, og Jouko Laivuori, pianóleikara, og að lokum uppistand með Hugleiki Dagssyni sem hefur notið mikilla vinsælda í Finnlandi.

 Upptaka með ávarpi forseta Íslands verður sýnd í upphafi dagskrár. 

 Matreiðslumeistarinn Fannar Vernharðsson ætlar að töfra fram dýrindis rétti úr íslensku hráefni sem boðið verður upp á að lokinni menningardagskrá.

 Sama dag mun finnska utanríkisráðuneytið varpa íslensku fánalitunum á byggingu ráðuneytisins til þess að samfagna íslensku þjóðinni á þessum hátíðardegi okkar allra. 

 Íslendingar í Finnlandi, finnska ríkisstjórnin og þingið, Íslandsvinir og ýmsir samstarfsaðiliar sendiráðs Íslands í Helsinki munu fagna með okkur þennan dag. 

 

Efst á baugi