Dagsetning
1. desember
kl. 17:00-19:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

SAGATID – NUTID

Veröld - hús Vigdísar, Höfuðborgarsvæðið

Íslendingasögurnar komu út árið 2014 í nýrri danskri þýðingu, með myndskreytingum myndlistarkonunnar Karin Birgitte Lund.  Sýning á verkum hennar fyrir útgáfuna er nú haldin í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. 

Teikningarnar byggja á myndskreytingum og fagurfræði víkingatímans og miðalda, og Karin sækir innblástur í norræna myndlist þess tímabils.  Verkin eru meðal annars undir áhrifum af íslenskum miðaldahandritum, veggmyndum í dönskum kirkjum, höggmyndum á Gotlandi og norskum stafkirkjum.

Á sýningunni eru einnig nokkrar glænýjar teikningar sem innblásnar eru af Íslendingasögunum.

Karin Birgitte Lund fæddist árið 1946 i Kaupmannahöfn og stundaði nám við Konunglegu dönsku listaakademíuna 1967–1973. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína. Meðal verka hennar eru hönnun og myndskreytingar nýrra danskra peningaseðla.

 

2014 saw the new Danish translation of the complete edition of the Icelandic Sagas, featuring 40 illustrations for 40 of the sagas by the artist, Karin Birgitte Lund. The drawings are being exhibited here as part of the exhibition series that commemorates the 100th anniversary of Iceland’s independence. The drawings illustrate the sagas, using motifs from Viking and medieval Iceland, Denmark, Norway and Sweden. The artist’s interpretation provides an impression of the fascinating aesthetic of those periods. The pictures are inspired by medieval Icelandic manuscripts, frescoes from Danish churches, Norwegian stave churches and Gotland’s picture stones. The exhibition also includes a series of brand new, large-scale drawings inspired by the era of the sagas. Karin Birgitte Lund was born in Copenhagen in 1946, and from 1967 to 1973 studied at the Royal Danish Academy of Fine Arts. She was awarded the Eckersberg Medal in 1997, and the Danish Arts Foundation’s Honorary Bursary in 2004. She designed and illustrated the new series of Danish banknotes.

Efst á baugi