Dagsetning
1. desember
kl. 13:00-13:30
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Setning fullveldishátíðar

Við Stjórnarráðshúsið Lækjartorgi/RÚV

13:00 – 13:30  Fullveldishátíð 1. desember –  Setningarathöfn framan við Stjórnarráðshúsið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíð við hátíðlega athöfn framan við Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu 1. desember kl. 13:00. Haldin verða stutt ávörp í bland við tónlistarflutning. Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna tekur virkan þátt í athöfninni og munu Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Mathias Ölvisson, fulltrúar ráðsins, ávarpa viðstadda. Þá mun Jelena Ćirić tónlistarkona flytja ávarp.

Söngfólk ásamt blásarasveit annast tónlistarflutning við athöfnina fyrir utan Stjórnarráðið. Blásarasveitin er skipuð reyndum tónlistarmönnum í  bland við blásara úr Skólahljómsveit Austurbæjar, Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts og Skólahljómsveit Kópavogs. Tónlistarstjóri er Samúel Jón Samúelsson og frumflytur blásarasveitin lúðrakall eftir hann við setninguna. Tónlistarteymi viðburðarins skipa auk Samúels Jóns, þau Ástbjörg Rut Jónsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson og Nanna Hlíf Ingvadóttir. Kórarnir sem taka þátt eru Hinsegin kórinn, Skólakór Kársness, Kvennakórinn Katla, Múltíkúltíkórinn, Söngfjelagið, Karlakór Kjalnesinga, Ekkó kórinn, Léttsveitin, ásamt tveimur söngvurum, sem syngja á íslensku táknmáli, þeim Kolbrúnu Völkudóttur og Uldis Ozols.

Sungin verða lögin:  Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thoroddsen við ljóð eftir Huldu
Draumalandið eftir Sigfús Einarsson við ljóð Jóns Trausta í útsetningu Samúels Jóns Samúelssonar
Víkivaki eftir Valgeir Guðjónsson við ljóð Jóhannesar úr Kötlum.

Meðal gesta við setningarathöfnina verða Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Margrét II. Danadrottning og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana.

Ávörp verða túlkuð á íslenskt táknmál.

Rauði krossinn býður upp á heitt kakó á Lækjartorgi í tilefni dagsins.

Skipulagt hátíðasvæði er Lækjartorg, Lækjargata, Bankastræti,
Hverfisgata og Arnarhóll.  Umferð ökutækja er takmörkuð um þessi svæði.

Lokanir 1. des.

Viðburðurinn er í beinni útsendingu á RÚV.

Centennial Celebrations - Opening Ceremony Government Offices at Lækjargata 1 December at 1-1:30 PM Prime Minister Katrín Jakobsdóttir will host the opening ceremony of the celebrations, with the participation of musicians and representatives of the Global Goals Youth Council of Iceland, in the presence of Her Majesty the Queen of Denmark, H.E. Mr. Guðni Th. Johannesson, President of Iceland and H.E. Lars Løkke Rasmussen, Prime Minister of Denmark. Short statements will be made by Kristbjörg Mekkín Helgadóttir and Mathias Ölvisson, Global Goals Youth Council representatives, and Jelena Ćirić, musician. A special brass band and choir will perform a few of the nations most beloved songs. Statements will be translated into Icelandic sign language. The Icelandic Red Cross will serve hot chocolate to all guests. Throughout the year, the Government of Iceland has hosted a wide range of events to celebrate the centenary of Iceland as a sovereign state. On 1 December, cultural events and exhibits will be open to the public both in Reykjavik and around Iceland. Information on all events and programmes (in Icelandic only) is available at www.fullveldi1918.is and on social media: #fullveldisdagurinn and #fullveldi1918.

Efst á baugi