Dagsetning
7. júlí
kl. 15:00-17:00
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Sönghátíð í Hafnarborg - Söngnámskeið fyrir áhugafólk

Hafnarborg, Höfuðborgarsvæðið

Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir kennir undirstöðuatriði í söngtækni á söngnámskeiði fyrir áhugafólk. Ekki er nauðsynlegt að hafa verið í söngnámi eða tónlistarnámi til að taka þátt í námskeiðinu.

Sönghátíð í Hafnarborg er helguð klassískri sönglist, einsöng og samsöng. Markmið hátíðarinnar er að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum, námskeiðahaldi og myndböndum. Til að halda upp á aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands mun íslensk tónlist hafa sérstakt vægi á hátíðinni í ár. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.

Vocal technique work shop with mezzo-soprano Gudrun Olafsdottir www.gudrunolafsdottir.com No previous studies are necessary