Dagsetning
1. desember
kl. 14:00-19:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

VATNIÐ í náttúru Íslands

Perlan, Höfuðborgarsvæðið

Náttúruminjasafn Íslands opnar fyrstu stóru sýningu sína, Vatnið í náttúru Íslands, á fullveldisdeginum. Sýningin veitir á nýstárlegan hátt innsýn í eina mikilvægustu auðlind landsins, vatnið okkar dýrmæta, leyndardóma þess og mikilvægi fyrir farsæla framtíð og búsetu í landinu. Sérstaklega býður vatnskötturinn börnin velkomin og fylgir þeim um króka og kima sýningarinnar.

Sýningin verður opnuð kl. 14 laugardaginn 1. desember og verður opin alla daga kl. 9:00–19:00. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands verður ókeypis inn á sýninguna helgina 1.–2. desember.

 

Markmið sýningarinnar er að vekja aðdáun og virðingu fyrir vatni og fræða gesti um undur og furður náttúrunnar og vatnsins.

Vatn er undirstaða lífs á jörðinni. Ísland er óvenju vatnsríkt og vatn er mjög einkennandi í náttúru landsins. Á sýningunni eru lifandi vatnadýr og jurtir og áhersla lögð á virka þátttöku gesta. Sýningunni er ætlað að höfða til fróðleiksfúsra landsmanna og erlendra gesta, fólks á öllum aldri en einkum þó til barna. 

Þetta er fyrsta sýningin sem Náttúruminjasafnið stendur að frá stofnun þess 2007 en sögu safnsins má rekja aftur til 1887 þegar íslenskir stúdentar við Hafnarháskóla stofnuðu Hið íslenska náttúrufræðifélag í Kaupmannahöfn (endurstofnað 1889 í Reykjavík). Sýningin er hluti af náttúrusýningu Perlu norðursins hf. í Perlunni. 

Sýningarstjóri og aðalhönnuður: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir.

 

 

The Icelandic Museum of Natural History opens an exhibition on Water in Icelandic Nature in Perlan on the 100 year anniversary of Icelandic sovereignty. The aim of the exhibition is to awaken in visitors respect and admiration for water, to inform visitors about the wonders of nature and the importance of water and hydrological resources for the future prosperity of Icelandic society. Water is the foundation of life on earth. Water is an ever-present and defining characteristic of Icelandic nature. Iceland has abundant sources of water, large groundwater reservoirs; spring-fed, direct runoff and glacial waters; lakes, bogs, moors and mires; a myriad of waterfalls and rapids; cold water and geothermal water; frozen, fresh, brackish and salty; acidic, soft and hard water. Water is also a constant presence in the weather; in the clouds, fog, rain and snow. Diverse ecosystems thrive in water even endemic species, known only to exist in Iceland. The forces of water create and form Icelandic landscapes, breaks down, dissolves and transforms material, but also reshapes and unites by deposition and precipitation. Water and wetlands provide important ecological services, e.g. by transporting chemicals and energy, CO2-capture and sequestration and water is critical in food production. Emphasis will be placed on interactive exhibits with living animals and plants and active participation by visitors. The presentation will be informative and innovative. The exhibition is intended to appeal to locals, foreign travelers, people of all ages, but especially children. This is the first exhibition of the Natural History Museum since its foundation in 2007. The history of the museum can be traced back to 1887 when Icelandic students at the University of Copenhagen founded the Natural History Society in Copenhagen, resurrected in 1889 in Reykjavik. The exhibition is part of the Nature Exhibition presented by Perla Norðursins in Perlan.

Efst á baugi