Dagsetning
10. febrúar - 24. nóvember
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Verksmiðjustúlkan Jana í Höfða

Iðnaðarsafnið Krókeyri 6 Akureyri, Norðurland eystra

Sýningin Verksmiðjustúlkan Jana í Höfða eða Júlíana Andrésdóttir eins og hún hét réttu nafni. Jana í Höfða er sögumaður eða samnefnari fyrir líf og störf þeirra er unnu á vélunum eins og það var kallað frá upphafi vélvæðingar í ullariðnaði á Gleráreyrunum árið 1897 og langt fram eftir síðustu öld.  Jana í Höfða hún hóf störf 1. júní 1917 þá ný orðin 16 ára og vann í slétt fjögur ár fór þá í aðrar vinnur og kom aftur nokkrum árum seinna og vann í samtals 36 ár á vélunum. Sýningin er byggð að hluta til á viðtali sem tekið var Jönu.  Á þessum árum urðu miklar breytingar tvær heimstyrjaldir geysuðu, verðbólga vöruskömmtun  og vöruskortur.

ATH! Safnið er opið á laugardögum frá 14-16 fram til 30. maí.  Frá 1. júní-15. sept er safnið opið alla daga frá 10-16.