60 tillögur bárust í samkeppni um kórlag

60 tillögur bárust í samkeppni um kórlag

Mikill áhugi var á samkeppni um kórlag sem afmælisnefnd auglýsti í mars sl. 

Frestur til að skila inn tillögum rann út 20. júlí og bárust afmælisnefnd 60 tillögur að kórlagi í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. Ljóðskáld og tónskáld senda saman inn tillögu og því stendur mikill fjöldi listamanna að baki tillögunum.

Dómnefnd mun vinna úr innsendum tillögum en í henni sitja fulltrúar skipaðir af eftirtöldum aðilum: Sinfóníuhljómsveit Íslands, Félagi tónskálda og textahöfunda, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Tónskáldafélagi Íslands, Rithöfundasambandi Íslands og Ríkisútvarpinu. Árni Heimir Ingólfsson, fulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er formaður dómnefndar.

Niðurstaða dómnefndar verður kynnt í lok ágústmánaðar.

Verkið verður frumflutt  af Sinfóníuhljómsveit Íslands og kór á hátíðardagskrá í Hörpu 1. desember. Hátíðardagskráin verður í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira