Útgáfuhóf í Safnahúsinu 8. nóvember

Útgáfuhóf í Safnahúsinu 8. nóvember

Samkvæmt þingsályktun um hvernig  minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands var afmælisnefnd falið að  láta taka saman rit um aðdraganda sambandslaganna, efni þeirra og framkvæmd, svo og rit um inntak fullveldisréttar í samstarfi við Sögufélagið.

Formlegur útgáfudagur bókanna tveggja er fimmtudagurinn 8. nóvember og  af því tilefni er boðið til útgáfuhófs í Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 16. 

 „Þetta var einstök upplifun. Fólki vöknaði um augu þegar það horfði á ríkisfána Íslands dreginn að hún á Stjórnarráðsbyggingunni í Reykjavík í fyrsta sinn klukkan tólf á hádegi sunnudaginn 1. desember 1918. Draumur þjóðarinnar um sjálfstæði hafði ræst.“

Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur rekur aðdragandann að þessu í lifandi myndskreyttri frásögn í bókinni Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918.  Sagt er frá eftirminnilegum einstaklingum, hörðum átökum og þjóðlífi í skugga heimsstyrjaldar og áfalla hið viðburðaríka ár 1918. Var þessi fámenna þjóð í stakk búin til að reka sjálfstætt ríki?

Þessari og fleiri spurningum velta 13 fræðimenn líka fyrir sér í greinasafninu Frjálst og fullvalda ríki: Ísland 1918-2018: Hvaða hugmyndir hafa Íslendingar gert sér um fullveldi? Er hægt að framselja hluta þess? Hvaða áhrif hefur það haft á íslenskt samfélag og samskipti þess við önnur ríki? Getur Ísland haldið fullveldi sínu í hnattvæddum heimi? Fullveldið er skoðað frá ólíkum sjónarhornum sagnfræðinga, stjórnmálafræðinga og lögfræðinga. Ritstjóri bókarinnar er Guðmundur Jónsson og auk hans er ritnefndin skipuð þeim Guðmundi Hálfdanarsyni, Ragnhildi Helgadóttur og Þorsteini Magnússyni.

Allir eru velkomnir á útgáfuhófið.  

 

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira