Kallað eftir verkefnum

Ertu með hugmynd að verkefni á dagskrá afmælisársins?

Veittir eru styrkir til valinna verkefna. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember kl. 16.

MEIRA UM STYRKI OG UMSÓKNIR

Dagskrá

Hvað viltu vita um 1918?

Fræðsluefni og greinar

Árið 1918 er eitt af merkari árum í sögu þjóðarinnar. 1. desember það ár varð Ísland frjálst og fullvalda ríki.  Fyrri heimsstyrjöldinni lauk þetta ár og spánska veikin gekk yfir heiminn árin 1918-1919.  Hér á landi byrjaði árið með fimbulkulda og er oft talað um frostaveturinn mikla 1918.  Í október gaus Katla og var það gos meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist.

Í flokknum fræðsluefni og greinar er að finna ýmsan fróðleik um 1918 sem og greinar sem fjalla um fullveldið og fullveldishugtakið.  Í þennan flokk mun bætast við fróðleikur þegar líður á árið, bæði í greinaformi og upptökum af fyrirlestrum og ráðstefnum. 

 

Skoða Fræðsluefni og greinar

Námsefni fyrir börn og ungt fólk

Í tilefni aldarafmælisins eru skólar hvattir til að beina sjónum að þeim merku tímamótum sem urðu í íslensku samfélagi með sambandslögunum árið 1918 og minna á þau tímamót sem verða árið 2018. 

Í flokknum námsefni fyrir börn og ungt fólk er að finna efni sem skólar geta nýtt sér í kennslu, þar á meðal kennslubókina Árið 1918 og kennsluleiðbeiningar.  Um áramót bætist við þverfaglegur verkefnabanki sem hægt verður að nýta við kennslu.

 

Skoða Námsefni fyrir börn og ungt fólk

Fréttir

169 verkefnistillögur bárust afmælisnefnd

169 verkefnistillögur bárust afmælisnefnd

Lesa meira
Árnastofnun auglýsir eftir sýningarstjóra fullveldissýningar

Árnastofnun auglýsir eftir sýningarstjóra fullveldissýningar

Lesa meira
Umsóknarfrestur framlengdur til 1. nóvember kl. 16

Umsóknarfrestur framlengdur til 1. nóvember kl. 16

Lesa meira

Ávörp

Kveðja forseta Íslands

Guðna Th. Jóhannessonar

í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands

Lesa Kveðja forseta Íslands

Forsætis­ráðherra

Bjarni Benediktsson

Fullveldi Íslands

Lesa Forsætis­ráðherra

Formaður afmælis­nefndar

Einar K. Guðfinnsson

Þjóðin mótar dagskrána

Lesa Formaður afmælis­nefndar