Dagsetning
1.- 2. desember
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

100 ára fullveldisafmæli Íslands - 30 ára afmæli Framhaldsskólans á Laugum

Íþróttahúsið á Laugum/Dimmuborgir, Norðurland eystra

Þann 1. desember verður aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Framhaldsskólinn á Laugum varð einnig 30 ára núna í haust. Í tilefni af þessum afmælum bjóða
sveitarfélögin Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit ásamt Framhaldsskólanum á
Laugum til hátíðar- og skemmtidagskrár 1. desember n.k. kl. 14:00 í íþróttahúsinu
á Laugum. Söngur, tónlist og skemmtiefni.

Sunnudaginn 2. desember kl. 11:000 verður sérstök barnadagskrá í Mývatnssveit í tilefni fullveldisafmælisins í boði Skútustaðahrepps, Mývatnsstofu og Jarðbaðanna þar sem jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla um heima og geima, syngja og dansa. Svo er aldrei að vita nema að börnin fái einhvern glaðning. 

Efst á baugi