Dagsetning
6. janúar
kl. 17:00-18:00
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

100 ára samkennd

Bókasafn Kópavogs aðalsafn, fjölnotasalur, Höfuðborgarsvæðið

Íslenskar raunsæisbækur fyrir börn endurspegla samfélagið sem þær eru sprottnar úr. Pólitísk deilumál og hagsveiflur móta efnistökin, rétt eins og tíðarandinn. Þannig hafa ungir lesendur fengið að kynnast óðaverðbólgu og efnahagshruni, genafikti og kvótabraski, svo fátt eitt sé nefnt. En hvernig eru svona vandamál matreidd fyrir börn? Hvað einkennir hina íslensku samfélagslegu barnabók - og nær hún að halda í við sífellt hraðari samfélagsbreytingar?

Erindið flytur Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri.

Viðburðurinn er liður í erindaröðinni Barnabókin í 100 ár sem verður á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í febrúar.