Dagsetning
3. nóvember - 1. desember
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Árið 1918. Fullveldisárið af borgfirskum sjónarhóli

Hátíðarsalur Snorrastofu í héraðsskólahúsinu Reykholti, Vesturland

Árið 1918 í Borgarfirði

Snorrastofa býður til sýningar um fullveldisárið Í hátíðarsal Snorrastofu í héraðsskólahúsinu, laugardaginn 3. nóvember 2018. kl. 14.00.

Snorrastofa býður til sýningarinnar um fullveldisárið 1918. Þar raðast saman munir og minningar; ljósmyndir, sendibréf og önnur slík minningarbrot sem skapa stemningu – tilfinningu fyrir tíðaranda ársins. Brugðið er upp myndum af bæjum og búendum, mennt og menningu, lífsbaráttu og tómstundum Borgfirðinga. Fréttir ársins af borgfirskum málefnum eru einnig fengnar úr prentuðum blöðum – og ennfremur mjög byggt á handrituðum blöðum sem Þorsteinn Jakobsson (1884–1967), skráði.

Óskar Guðmundsson rithöfundur fylgir sögusýninguni úr hlaði með fyrirlestri: 1918- Borgfirðingurinn í heiminum og heimurinn í honum.

Bergur Þorgeirsson forstöðumaður setur dagskrá og dagskrárstjóri er Jónína Eiríksdóttir.