Dagsetning
3. nóvember - 1. desember
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

1918 - Fullveldisárið í Borgarfirði - sögusýning

Hátíðarsalur Snorrastofu í héraðsskólahúsinu Reykholti, Vesturland

Snorrastofa hefur hafið undirbúning á  sýningu í hátíðarsal héraðsskólans sem opnuð verður í nóvember 2018. Hugmyndin  gengur út á að munir og alls kyns minningar raðist saman á sýningu; ljósmyndir frá árinu 1918, sendibréf og önnur slík minningarbrot sem skapa stemmingu – tilfinningu fyrir tíðaranda á fullveldisárinu í Borgarfirði. Brugðið verður upp myndum af bæjum og búandfólki, eitthvað af skólastarfi (Hvítárbakkaskólinn) og félagsstarfsemi (ungmennafélög).

Þegar hefur verið hafið samstarf við Héraðsskjalasafnið í Borgarnesi/Jóhönnu Skúladóttur um öflun bréfa og skjala og leitað verður víðar á félagslegum vettvangi í Borgarfjarðarhéraði. Leitað verður og fanga í bókum sem fjalla um þetta tímabil í sögu héraðsins – og könnuð munnmæli.

1918 var um margt eitt erfiðasta ár Íslandssögunnar, vegna kulda og farsótta, en engu að síður fagnaði þjóðin fullveldi. Hvernig blasti þetta ár við Borgfirðingum – hvað var iðjað og hvað dreymdi fólk?

Efst á baugi