Dagsetning
14.-31. mars
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

1918 Spænska veikin

Bókasafn Seltjarnarness, Höfuðborgarsvæðið

Dauðinn fer ekki í manngreinarálit og úr spænsku veikinni létust merkir Íslendingar sem höfðu haft mikil áhrif í menningarlífi landans. Þar má nefna skáldin Torfhildi Hólm og Jón Trausta en bæði voru mikils metnir rithöfundar. Torfhildur Hólm var t.a.m. fyrsti kvenrithöfundur Íslands og varð fyrsti Íslendingurinn til þess að gerast atvinnurithöfundur. Guðmundur skáld Magnússon/Jón Trausti lést aðeins 45 ára gamall en hafði þá þegar samið metsölubækurnar um Höllu, Heiðarbýlið, Önnu frá Stóru-Borg og fjölmargar smásögur, stuttar skáldsögur og ljóð. Dætur Matthíasar Jochumssonar, sem báðar voru mikils metnar tónlistarkonur, létust einnig úr veikinni um aldur fram.

Bókasafn Seltjarnarness mun gera sér far um að minnast atburða ársins 1918 í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Við höfum nú stillt fram bókum og lesefni um drepsóttina illvígu sem og umfjöllun um þá rithöfunda sem urðu henni að bráð. Verið velkomin á Bókasafn Seltjarnarness.