Dagsetning
20. október
kl. 10:00-17:00
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Á kafi í fullveldi

Sundlaug Akureyrar, Norðurland eystra

Á fullveldisvorhátíðinni í Sundlaug Akureyrar verður boðið upp á fjölmarga ólíka viðburði sem allir hafa það að markmiði að bregða fjölbreyttu ljósi á hugtakið fullveldi og þannig að þeir höfði til breiðs aldurshóps. Sundlaug Akureyrar er fjölsóttur vettvangur og þangað sækja bæði íbúar og ferðamenn á öllum aldri. Rýmin eru mörg og margskonar og nýtt verða bæði laugar, pottar og þurrar vistarverur. Sundfatnaður verður því ekki algjört skilyrði þátttöku.

Meðal þess sem í boði verður:

- Umræður um stjórnarskrárbreytingar í heita pottinum þar sem stjórnandi getur vísað þátttakendum sem heitt verður í hamsi í kalda karið.

 - Í nýjum heitum potti í námunda við rennibrautina verður unglingapottur þar sem hangið verður saman og rætt um stöðu unglingsins í dag miðað við árið 1918.

- Söng- og sögustund fyrir yngri kynslóðina í barnalauginni.

- Örsamtöl í gufubaðinu og málstofur í Grettiskari

- Skemmtun Vandræðaskálda í Innilaug

- Í kvennaklefa verða umræður um fullveldi píkunnar

- Í karlaklefa verður rætt um ábyrgð karla á óviðeigandi framkomu við konur og á virðingu fyrir sjálfræði þeirra

- Í andyri verður boðið upp á kaffi og með því fyrir svanga hátíðargesti

Dagskrá verður kynnt í meiri smáatriðum þegar nær dregur.

Efst á baugi