Dagsetning
12. ágúst
kl. 13:00-16:00
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Á sunnudögum er tØluð danska

Árbæjarsafn, Höfuðborgarsvæðið

Það hefur oft verið haft í flimtingum að landsmenn hafi talað dönsku á sunnudögum þegar landið laut danskri stjórn. En í dag má finna leifar af áhrifum danskra tungu í íslensku máli. Dönsk áhrif mátti einnig finna í tísku, matargerð og skemmtanahaldi bæjarbúa.

Árbæjarsafn hefur frá árinu 1989 boðið gestum safnsins upp á sérsniðna dagskrá á sunnudögum yfir sumartímann. Í tilefni af fullveldisafmælinu er ráð fyrir því gert að tefla fram þeim dönsku áherslum sem finna mátti í bænum á því herrans ári 1918 og hvernig hugmyndir um fullveldi voru farin að skjóta rótum á meðal bæjarbúa.

Gestum býðst að taka þátt í leikrænni leiðsögn á torgi Árbæjarsafns og hitta fyrir í safnhúsum fulltrúa fullveldissinna sem og konungsinna. Persónurnar eru staddar í Reykjavík árið 1918 og leiða gesti um svæðið og segja frá íbúum þess, bæjarlífinu og því sem helst er að frétta. Leikið verður með tungumálið og þau áhrif sem danskan hefur enn í dag á íslenskuna en einnig verður boðið upp á tónlist sem hæfir tíðarandanum.

Efst á baugi