Dagsetning
19. apríl
kl. 15:00-16:30
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Að vera skáld og skapa

Safnahúsið í Borgarnesi, Vesturland

Ljóðin eiga það öll sameiginlegt að vera um Ísland og ástina til landsins. Þau eru ort af á þriðja tug borgfirskra skálda og eru sérvalin til grundvallar verkefninu sem er unnið í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Nemendur fá ljóðahefti til skoðunar, velja sér texta og semja við það verk undir handleiðslu kennara. Uppskeruhátíð verkefnisins eru tónleikar 19. apríl n.k. (á sumardaginn fyrsta) þar sem unga fólkið flytur eigin verk í eigin útsetningum.

A concert where students bring their own musical pieces to life in performance, based on poetry describing the magic of Iceland, it´s nature and being.