Dagsetning
8. febrúar - 29. mars
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Ævintýri á mynd - Ljósmyndir sem myndlist og heimildir

Gerðarsafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs, Höfuðborgarsvæðið

Menningarhúsin í Kópavogi skipuleggja þverfaglega dagskrá fyrir ákveðnar bekkjardeildir. Að þessu sinni miðar dagskráin að því að fjalla um fullveldið með einum eða öðrum hætti og munu skólahópar heimsækja helst tvö Menningarhúsanna í sömu ferð. 

Í febrúar og mars verður 6. bekkingum boðið í dagskrá sem hefur yfirskriftina Ævintýri á mynd – Ljósmyndir sem myndlist og heimildir . Dagskráin miðar að því að opna augu nemenda fyrir mismunandi tilgangi ljósmynda, annarsvegar sem listrænni tjáningu og hinsvegar sem heimilda um sögu. Nemendur skoða sýninguna Líkamleiki í Gerðarsafni annarsvegar og hinsvegar ljósmyndir á Héraðsskjalasafni Kópavogs.