Dagsetning
19.-20. apríl
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Áhrif skólahalds á Hólum í Hjaltadal á samfélagsþróun: Frá fullveldi til framtíðar.

Háskólinn á Hólum, Norðurland vestra

Menntun er grunnur tækniframfara, þróunar samfélaga og forsenda sjálfstæðis einstaklinga og þjóða. Bændaskólinn á Hólum hóf starfsemi sína 1882 og byggði á langri sögu mennta og þekkingar á Hólum. Frá þeim tíma hafa margir brautryðjendur íslensks samfélags lagt stund á nám á Hólum. Háskólinn á Hólum þróaðist út frá bændaskólanum og fagnaði á síðasta ári 10 ára starfsafmæli. Farsælli sögu menntunar á Hólum hafa m.a. verið gerð skil í bók Gunnlaugs Björnssonar, Hólastaður, sem gefin var út á 75 ára afmæli Bændaskólans á Hólum árið 1957 og af Sölva Sveinssyni í afmælisriti bændaskólans í tilefni 100 ára sögu skólans árið 1982. Ósögð er saga áhrifa Hólamanna á íslenskt samfélag, samferðamenn og náttúru.

            Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á hlutverk og áhrif skólahalds á Hólum á þróun íslensks samfélags frá fullveldi til framtíðar með tveggja daga ráðstefnu. Sérstaklega verður horft til áhrifa Hólamanna á umhverfi sitt. Þetta verður reifað í málstofum með yfirskriftinni: sjálfstæði, byggðaþróun, menntun og tækniframfarir. Ráðstefnan verður öllum opin.

Ráðstefnan hefst 19. apríl og stendur frá kl. 13-19 og 20. apríl  frá 9-13

Efst á baugi