Dagsetning
29. mars - 6. maí
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Alltsaman - Dan ganze - All of it

Kunstraum München, Holzstr. 10, 80469 München, Erlendis

Hlynur Hallsson (f. 1968) mun með einkasýningu sinni ALLTSAMAN - DAS GANZE - ALL OF IT í Kunstraum Munchen yfirtaka svæðið í orðsins fyllstu merkingu. Alltsaman er hér í merkingunni heildar gegnvirk yfirtaka eða innlimun. Alltsaman, sem hlutlægt markmið hugsunar og framkvæmda. Til hvers að láta sér nægja hluta ef hægt er að taka allt?
Með stórum, skýrum og beinskeyttum skilaboðum spreyjuðum beint á veggina, dregur hann sjálfsagða hluti í efa, skapar nánd við áhorfandann sem virkar milliliðalaus ef ekki beinlínis uppáþrengjandi og kallar með því á einarðan hátt á umræðu um samfélagsleg tengsl og þjóðfélagið sem "heild".