Dagsetning
14. nóvember
kl. 20:00-22:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Amiina - kvikmyndatónleikar í París

Hôtel de Béhague, París, Erlendis

Íslenska hljómsveitin Amiina flytur tónverk sitt við þöglu spennumyndina Juve contre Fantômas frá árinu 1913 eftir franska kvikmyndaleikstjórann Louis Feuillade.  Tónleikarnir fara fram í Hôtel de Béhague-höllinni sem telst til menningarminja Parísar. Í höllinni er frægur salur, Salle Byzantine, sem er kjörinn fyrir flutning verksins. Kvikmyndin og salurinn eru frá Belle Époque tímabilinu í Evrópu, þ.e. frá svipuðum tíma og heimastjórn var komin á Íslandi og fullveldið í aðsigi.