Dagsetning
17. júní - 22. júlí
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Minjar af mannöld / Archaeology for the Anthropocenm

Verksmiðjan á Hjalteyri, Norðurland eystra

Aðgerðir mannsins undanfarnar aldir hafa breytt heiminum svo mikið að farið er að tala um nýtt jarðsögulegt tímabil, Anthropocene.

Upphaf Anthropocene má rekja til upphafs iðnbyltingarinnar seint á 18. öld, en sumir fræðimenn tala jafnvel um að upphafið megi rekja allt til landbúnaðarbyltingarinnar fyrir 8.000 árum.

Fólksfjölgun, ofurborgir, gríðarlegur bruni jarðefnaeldsneytis og rask á lífríki eru meðal þeirra þátta sem hafa haft áhrif á hlýnun jarða. Vegna þessara varanlegu áhrifa mannsins á lífhvolfið; jarðskorpuna, lofthjúpin og höfin, er farið að tala um Mannöldina eða Anthropocene.

Áhrif mannsins á umhverfið og náttúruna eru mörgum listamönnum hugleikin.

Sýninging Archeology for the Anthropocene (vinnutitill) samanstendur af verkum fjögurra ljósmyndara sem tengjast viðfangsefninu. Ljósmyndararnir eru Ívar Brynjólfsson, Svavar Jónatansson, Þorsteinn Cameron og Pétur Thomsen.

Ívar Brynjólfsson lauk BFA gráðu frá ljósmyndadeild San Fransisco Art Institute árið 1988. Ívar hefur haldið fjölda einkasýninga meðal annars í i8, Gallerí 11, Nýlistasafninu og Listasafni Íslands. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum. Viðfangsefni Ívars eru fjölmörg, meðal annars manngerðir strúktúrar í náttúrunni í seríunni Bláfjöll/Blue mountain ski area og jarðrask við byggingu verslunarmiðstöðvar í seríunni Timescapes.

Svavar Jónatansson hefur unnið að langtíma ljósmyndaverkum eins og Inland/Outland. Svavar er einnig útvarpsmaður og hefur framleitt yfir 80 klukkustundir af útvörpuðu efni, meðal annar fyrir RÚV. Hann hefur einnig aðstoðað fjölda ljósmyndara við verkefni sín. Svavar vinnur nú að nýju portrett verki fyrir sýninguna tengdu virkjanasögu Íslands.

Þorsteinn Cameron útskrifaðist með BA í ljósmyndun við London College of Communicatons árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið sem fjalla- og jöklaleiðsögumaður hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Í febrúar hóf hann MA nám í ljósmyndun við Photography Studies College í Melbourne, Ástralíu. Undanfarið ár hefur Þorsteinn unnið að verkefni um jökla á Íslandi með því að skoða jöklarannsóknir og fara í ferðir með Jöklarannsóknarfélagi Íslands

Pétur Thomsen er með MFA gráðu frá École Nationale Supérieur de la Photographie í Arles í Frakklandi. Pétur hefur á undanförnum árum sýnt ljósmyndaverk sín víða bæði á Íslandi og erlendis. Meðal annars í Ljósmyndasafni Íslands, Listasafni Árnesinga og Listasafni Íslands. Megin viðfangsefni hans eru áhrif íhlutunar manna á náttúruna, tilraunir hans til að beisla hana og hvernig náttúran bregst við.

Pétur Thomsen er sýningarstjóri sýningarinnar.