Dagsetning
18. ágúst
kl. 14:00-16:30
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Árið er 1918 - Í fréttum er þetta helzt!

Aðalstræti 10, Höfuðborgarsvæðið

Í hinu sögufræga húsi Aðalstræti 10, sem nú tilheyrir Borgarsögusafni Reykjavíkur, verður gestum boðið að hlusta á leikrænan lestur upp úr dagblöðum ársins 1918 í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Jón Svavar Jósefsson og Pétur Húni Björnsson munu lesa inn valdar fréttir og auglýsingar frá hinu viðburðaríka ári 1918 og inn á milli fléttast tónlistarflutningur sem hæfir tíðarandanum sem verður í höndum trompetleikarans Steinars Matthíasar Kristinssonar.

Upplestur og tónlistarflutningur verður fluttur kl. 14.00, 15.00 og 16.00.


Frítt inn og allir velkomnir!

The centenary of Icelandic independence and sovereignty will be remembered at Aðalstræti 10, one of Reykjavik's oldest houses. Actors and musicians will read from newspapers from the year 1918 at 14:00, 15:00 and 16:00. Spoken language is Icelandic. Free admission