Dagsetning
17. júlí - 16. desember
Skipuleggjendur
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fullveldissýning í Listasafni Íslands

Listasafn Íslands, Höfuðborgarsvæðið

Þann 17. júlí 2018 verður opnuð sýning í Listasafni Íslands um fullveldi Íslands, forsendur þess og meginþætti í sjálfstæðisbaráttu og sjálfsmynd Íslendinga frá árinu 1918 og til dagsins í dag. Að sýningunni standa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafn Íslands og Listasafn Íslands. Meðal þess sem sjá má á sýningunni eru nokkur af dýrmætustu handritum þjóðarinnar auk verðmætra skjala og verka sem varpa ljósi á fullveldi þjóðarinnar, forsendur sjálfstæðisbaráttunnar og þann tíðaranda sem ól af sér Konungsríkið Ísland árið 1918. Meginmarkmið sýningarinnar er að auka skilning á sögu Íslands og opna jafnframt leiðir fyrir nýja og persónulega túlkun gesta. Áhersla verður lögð á ólíkar miðlunarleiðir og lifandi samtal við fortíðina.

Efst á baugi