Dagsetning
17. júní
kl. 14:00-17:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? Sýningaropnun

Skriðuklaustur, Austurland

Sýningin "Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?" opnar á fjórum stöðum á Austurlandi samtímis. Þar verður fullveldishugtakið skoðað út frá hugmyndinni um sjálfbærni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun notuð til viðmiðunar. 

Samstarfsaðilar eru Safnastofnun Fjarðabyggðar, Tækniminjasafn Austurlands, Minjasafn Austurlands, Héraðskjalasafn Austfirðinga, Gunnarsstofnun, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Skólaskrifstofa Austurlands og Landgræðsla ríkisins ásamt Austurbrú. 

Hvernig var Austurland árið 1918, hvernig er það í dag og hvernig verður það eftir 100 ár?  Í þessu sameiginlega verkefni safna, menningarstofnana, skóla og fleiri aðila eru dregnar fram heimildir og gripir úr safnkosti austfirskra safna og annarra til að varpa ljósi á austfirskt samfélag með hugtökin fullveldi og sjálfbærni í forgrunni.