Dagsetning
17. júní
kl. 14:00-17:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? Sýningaropnun

Randulfssjóhús, Eskifirði, Austurland

Samstarfsaðilar eru Safnastofnun Fjarðabyggðar, Tækniminjasafn Austurlands, Minjasafn Austurlands, Héraðskjalasafn Austfirðinga, Gunnarsstofnun, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Skólaskrifstofa Austurlands og Landgræðsla ríkisins ásamt Austurbrú. 

Hvernig var Austurland árið 1918, hvernig er það í dag og hvernig verður það eftir 100 ár?  Í þessu sameiginlega verkefni safna, menningarstofnana, skóla og fleiri aðila eru dregnar fram heimildir og gripir úr safnkosti austfirskra safna og annarra til að varpa ljósi á austfirskt samfélag með hugtökin fullveldi og sjálfbærni í forgrunni.