Dagsetning
17. febrúar
kl. 13:00-15:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Barbara barnabókateiknari

Gerðarsafn, Höfuðborgarsvæðið

Barnabókateiknarinn Barbara Árnason er uppspretta vangaveltna um teikningar í smiðju fyrir alla fjölskylduna. Sérstök áhersla er lögð á að ná til aðfluttra fjölskyldna en verkefnið er styrkt af nefnd um fullveldisafmæli Íslendinga.

Markmið viðburðanna er að beina sjónum að tungumálinu, skoða tengsl þess við þjóðarsjálfsmynd ásamt því að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima. Dagskránni er ætlað að fagna fullveldisafmæli Íslands með því að bjóða nýja Íslendinga velkomna og byggja brú milli ólíkra menningarheima í krafti myndlistar. Sérstakur verkefnisstjóri verkefnisins mun byggja upp samskipti við nýbúa í Kópavogi auk þess sem  tungumálaaðstoð yrði til staðar af hálfu Soumiu sem hefur veitt ráðgjöf á Bókasafni Kópavogs að undanförnu