Dagsetning
20. október
kl. 14:00-16:00
Staðsetning
Frystiklefinn á Rifi Atvinnuleikhús á Snæfellsnesi, Vesturland
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Barnamenningarhátíð á Snæfellsnesi

Frystiklefinn á Rifi Atvinnuleikhús á Snæfellsnesi, Vesturland

Barnamenningarhátíð á Snæfellsnesi verður haldin 20. október 2018 í Frystiklefanum á Rifi. Sérstök áherslu verður lögð á fjölmenningarsamfélagið sem við búum í. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes vinnur verkefnið í samvinnu við Frystiklefinn á Rifi, minnsta atvinnuleikhús í heimi, sem og alla skóla á Snæfellsnesi. Á hátíðinni 2018  verður kynning á sem flestum  þeim þjóðernum sem búa á Snæfellsnesi. Alls búa á Snæfellsnesi um 4000 manns og þar af eru um 800 af erlendu bergi brotin.  Fagna ber fjölbreytileikanum. Jákvæður þrýstingur er meðal íbúa um að styrka tengslin og bjóða upp á tækifæri til að kynnast betur. Fjölmenningardagur er góður vettvangur til þess. Í skólunum verða unnin verkefni um sögu og menningu og þessi verkefni verða kynnt á hátíðinni.

Fjölmenningarhátíðin verður haldin í Frystiklefanum á Rifi. Skemmtikraftar frá Frystiklefanum á Rifi, menningarmiðstöð, halda utan um skemmtiatriðin í samstarfi við skólana. Barnamenningarhátíðin mun standa yfir einn dag. Þar fer fram kynning á matarhefðum, þjóðdönsum, söng ofl. Dagskrá hefur ekki verið að fullu ákveðin en þema hátíðarinnar verður matur, sögur og tónlist. Lögð er áheyrsla á samskipti á þessari hátíð og að þeir sem taka þátt í fjölmenningarhátíðinni hafi kost á að kynnast betur. Fundnar verða leiðir til þess að skapa samræður um ýmis létt málefni og fá þátttakendur til þess að kynnast betur og eignast nýja vini. Skólar á Snæfellsnesi hafa m.a. það hlutverk að kynna nýjustu tæknihjálpartækin (tungumal.is ofl.)  þar sem tvítyngdir nemendur í efstu bekkjum tala við gesti á nokkrum tungumálum. Eins verður lögð áhersla á kynningar á þjónustu í nærsamfélaginu, þau félög sem eru öllum opin, þjóðgarðinn Snæfellsjökul, átthagafræðina sem er eitt aðalsmerkið auk umhverfisstarfs í öllum skólum á Snæfellsnesi og hvernig börn geta nýtt sér söfn og sýningar á Snæfellsnesi til aukinna lífsgæða.