
kl. 15:00-17:30
Bókmenntir og menningarlíf á Ströndum 1918
Í tengslum við sýninguna Strandir 1918 verður haldin sögustund í Sauðfjársetri á Ströndum þar sem fjallað verður um bókmenntir og menningarlíf á Ströndum 1918. Persónulegar heimildir frá þessum tíma verða skoðaðar og afrek Strandamanna á bókmenntasviðinu, ýmist frá þessum tíma eða þar sem fjallað er um hann. Athygli verður beint sérstaklega að bókmenntaþátttöku kvenna á Ströndum og þjóðlífslýsingum þeirra. Samstarfsaðilar Sauðfjárseturs um sögustundina eru Leikfélag Hólmavíkur, Fjölmóður - fróðskaparfélag á Ströndum og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa.