Dagsetning
12. ágúst
kl. 11:00-12:00
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Bréf Halldóru Guðbrandsdóttur-1625-tvær konur

Hóladómkirkja, Norðurland vestra

Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk flytur og stendur fyrir tónleikhússýningunni  Bréf Halldóru Guðbrandsdóttur -1625-tvær konur sem frumsýnd verður á Hólahátíð, í Hóladómkirkju sunnudaginn 12. ágúst kl.11.

Efniviður sýningarinnar er bréf sem Halldóra Guðbrandsdóttir bústýra á Hólum í Hjaltadal skrifaði dönskum stjórnvöldum 29. ágúst 1625 og er varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands, tónlist úr óperunni La Liberatione di Ruggiero dall isola di Alcina frá árinu 1625 eftir ítalska kventónskáldið Francesca Caccini og sálmar úr Grallaranum messusöngbók Guðbrands Þorlákssonar biskups frá árinu 1594. 

Í aðalhlutverkum eru þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Þórey Sigþórsdóttir leikkona og leikstjóri sem jafnframt er höfundur handrits. 

 

 
ReykjavikBarokk ensemble will perform a new Music-theater piece "The Letter of Halldóra Guðbrandsdóttir-1625-Two Women" 12th of August 2018 at 11.00 in Hóladómkirkja in Hjaltadalur in North of Iceland