Dagsetning
26. maí
kl. 14:00-16:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Cycle listahátíð

Sendiráðsbústaður í Berlín, Erlendis

Dagskrá Listahátíðarinnar Cycle hverfist nú annað árið í röð um fullveldisafmæli Íslands.

Hluti dagskrár hátíðarinnar fer fram í Berlín í samstarfi við sendiráð Íslands. Sett verður upp kynningardagskrá í bústað sendiherra Íslands sem samanstendur af myndlistarsýningu og tónlistar-og myndlistargjörningum. Öll verkin hafa einhvers konar skírskotun í fullveldissöguna út frá sjónarhóli fjölmenningar, samkenndar og jafnréttis. Viðburðurinn setur merkingu þessara sögulegu tímamóta á Íslandi í alþjóðlegt samhengi og kynnir listafólk hátíðarinnar fyrir hringiðu menningar og lista í Berlín.

 

Fullveldi Íslands árið 1918 markaði upphafið á löngu ferli þar sem að Vest-Norrænu þjóðirnar þrjár - Grænlendingar, Færeyingar og Íslendingar - hafa sóst eftir og fengið aukið sjálfstæði frá Dönum. Stjórnmál á  svæðinu markast enn af þessari sjálfstæðisþrá. Hátíðin byggist ekki á pólitískri afstöðu til sjálfstæðismála heldur á mikilvægi virkra tengsla sjálfstæðisbaráttu við menningu íbúa á svæðinu. Áhugavert er að bera þessi tengsl sjálfstæðisbaráttu og þjóðernishugmynda saman við þróun stjórnmála í heiminum þar sem að þjóðernisöflum vex ásmegin og kallað er eftir endurheimt fullveldis Evrópuríkja og endurreisn þjóðarstolts.

Listafólk hefur einstaka möguleika til að veita nýja sýn og ögra viðteknum hugmyndum á  síbreytilegum tímum. Einnig er það sérhæft í að kalla fram tilfinningar og skapa skilning sem liggur handan tungumáls.

Sýningarstjórar viðburðarins eru Guðný Guðmundsdóttir, Jonatan Habib Engqvist and Sara S. Öldudóttir

Cycle Music and Art festival deals with the centenary of Icelandic sovereignty in its programme during the years of 2017 to 2018. Part of this programme takes place in collaboration with the Icelandic Embassy in Berlin, Germany. The Icelandic ambassador to Germany hosts the festival’s showcase event at his residence in Grunewald district of Berlin. The showcase will feature an art exhibition as well as music- and art performances. The works all reference the history of sovereignty and independence from the perspective of inclusion, empathy, and equality. The event puts the meaning of this historical commemoration in Iceland in an international context and presents participating artists to the vibrant Berlin art scene. In 1918 Iceland was granted full sovereignty in its union with The Kingdom of Denmark, a union that was subsequently broken by the founding of the Icelandic republic in 1944. This event marked the beginning of a long process of de-colonisation in the West - Nordic area as the three nations of Greenland, the Faroe Islands, and Iceland have, at different moments in history, sought and gained increasing independence from Denmark. This process still underwrites W-Nordic politics. The Festival is not based on a political alignment with regards to the question of independence but rather that question’s actuality for culture and identity in the region. This actuality forms an interesting counterpoint to developments in world politics where, in a profoundly different context, people are increasingly rallying around sovereignty and national identity. Artists can play a unique role in providing critical reflection, visions and new imaginaries for societies as they move towards the future. Artists are also experts at evoking emotion and creating understanding beyond, or stretching, the potential of language. Curatorial Team: Gudny Gudmundsdottir, Jonatan Habib Engqvist and Sara S. Öldudóttir