Dagsetning
21. nóvember
kl. 19:00-22:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Dagur íslenskrar tungu kynntur í Rússlandi

Library of Foreign Literature, Moscow, Erlendis

Sendiráðið í Moskvu og ODRI vináttufélag Íslands og Rússlands standa að sérstakri dagskrá til kynningar á íslensku og íslenskum samtímabókmenntum í Bókasafni erlendra bókmennta í Moskvu. Til stóð að hafa viðburðinn 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu, en því miður varð að færa hann til 21. nóvember vegna annarra anna þátttakenda. Dagskráin er engu að síður tileinkuð Degi íslenskrar tungu og Fullveldisafmælinu.

Dr. Prof. Andrey Korovin, prófessor við Norrænu deild Moskvuháskóla mun fjalla um tungumálið og hlutverk þess í skilgreiningu Íslendinga sem þjóðar og mikilvægi þess í sjálfstæðisbaráttunni.

Olga Markelova, doktorsnemi í norrænum fræðum, mun fjalla um íslenskar samtímabókmenntir. Um þessar mundir er að koma út íslenskt ljóðasafn sem ritstýrt er af henni auk þess sem þýðingar ljóða eftir 20 íslensk samtímaskáld eru allar unnar af henni.

On the occasion of the Day of the Icelandic language, the Embassy of Iceland in Moscow and ODRI the Icelandic-Russian Friendship Society invite to an evening dedicated to the Icelandic language and Icelandic literature. Andrey Korovin will give a lecture on the Icelandic language and its importance in defining the Icelandic nation and the campaign for independence. Olga Markelova will present Icelandic contemporary literature and an Icelandic Contemporary Poetry collection edited and translated by her.