Dagsetning
17.-18. júní
Aðgangseyrir
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

EDDA

Borgarleikhúsið, Höfuðborgarsvæðið

Robert Wilson telst til áhrifamestu og framsæknustu leikhúslistamanna síðustu áratuga. Sýningar hans eru þekktar fyrir að vera mikið sjónarspil og unnar af tæknilegri nákvæmni sem fáir leika eftir. EDDA í uppsetningu Det Norske Teatret ber höfundareinkennum Wilsons sterkt vitni bæði í útliti og leikstíl og óhætt er að segja að þessi sýning sé ólík öllu sem áður hefur sést á íslensku leiksviði.

Edda er umfangsmesta erlenda verkefni Listahátíðar 2018. Yfir fimmtíu manns koma frá Noregi til þess að setja sýninguna upp á stóra sviði Borgarleikhússins. Þar verður hver rá og hver kastari nýttur auk þess sem nauðsynlegt reynist að flytja tækjabúnað sérstaklega til landsins.  

Leikskáldið Jon Fosse gerir leikgerðina að verkinu en tónlistarstjórn er í höndum íslenska tónlistarmannsins Valgeirs Sigurðssonar. Frumsamin tónlist í verkinu er eftir systurnar í Coco Rosie. Auk þess leikur tónlist hins eistneska Arvo Pärt stórt hlutverk í sýningunni.

Edda vann Heddu verðlaunin í Noregi sem leikhúsviðburður ársins 2017 og fyrir bestu leikmynd og búninga.

Robert Wilson is iconic in the theatre world with groundbreaking works spanning a career of nearly five decades. He gained worldwide recognition in 1976 for his production of Einstein on the Beach, a legendary collaboration with composer Philip Glass. Edda is based on Norwegian playwright Jon Fosse’s interpretation of old norse mythology, the religion that dominated Scandinavia until the 11th century. The sources for our knowledge about this religion are different Icelandic scholars and authors written poems from medieval time. Fosse read the “Old Edda”- literature, and gave it his personal form. He created a dramatic dialogue with strong musical and rhythmic qualities, moving the stories nearer to us while keeping them different and remote. In this production from Oslo's Norske Teatret, Fosse’s fascinating and suggestive text meets the visual language of Robert Wilson. The music for Edda was written by Arvo Pärt, the famous Estonian composer and by the duo CocoRosie. Edda is the biggest foreign project that will take place at Reykjavik Arts Festival 2018. Over fifty members of cast and crew will come from Norway to put on the show at The Reykjavik City Theatre. Every light bulb and cables at the theatre will be used and still more equipment needs to be brought in specially to the country. Edda won the Hedda award 2017 in Norway for Best stage design and costumes and for a Special artistic achievement.

Efst á baugi