Dagsetning
21. mars
kl. 20:00-21:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Edda II - tónleikakynning með Árna Heimi

Kaldalón Hörpu, Höfuðborgarsvæðið

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir fræðandi og skemmtilegri kvöldstund með Árna Heimi Ingólfssyni, tónlistarfræðingi og listrænum ráðgjafa Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í Kaldalóni miðvikudagskvöldið 21. mars kl. 20. Þar mun Árni Heimir fræða gesti um óratóríuna Eddu eftir Jón Leifs og sýna áður óbirtar skissur Jóns af verkinu. Auk þess ræðir Árni Heimir við kórstjórann Hörð Áskelsson, sem tekur þátt í flutningi á Eddu II ásamt einsöngvurum og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Óratórían Edda, eitt metnaðarfyllsta tónverk íslenskrar tónlistarsögu, er samin við texta úr Eddukvæðum og vann Jón að smíði þess í tæp 40 ár, frá um 1930 og þar til hann lést árið 1968. Fyrsti hluti verksins, Edda I: Sköpun heimsins, var frumfluttur árið 2006 og mun Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja annan hluta versksins, Edda II: Líf guðanna, þann 23. mars næstkomandi í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands.

Árni Heimir þekkir mjög vel til verka Jóns Leifs en hann ritaði ævisögu tónskáldsins, Jón Leifs - Líf í tónum, sem kom út árið 2009 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Aðgangur á kynninguna er ókeypis og allir velkomnir.