Dagsetning
6.-13. september
Staðsetning
Galerie Joseph, Erlendis
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Fáni fyrir nýja þjóð

Galerie Joseph, Erlendis

Árið 1914 kallaði fánanefnd eftir tillögum frá almenningi að íslenskum þjóðfána. Ein tillaganna er núverandi þjóðfáni Íslands.

Alls bárust 28 hugmyndir, flestar í rituðu máli. Grafíski hönnuðurinn Hörður Lárusson byggði nýverið á lýsingunum, rannsakaði frekar og bætti upp með eigin hugmyndaflugi og umbreytti tillögum í myndrænt form. Afraksturinn var gefinn út á bók, sem nefnist einfaldlega Fáninn.

Sýningin Fáni fyrir nýja þjóð opnar á hátíðinni Paris Design Week í Galerie Joseph í París. Þar mun gefa að líta úrval tillaganna, þeirra á meðal óhefðbundinn fána teiknaðan af Jóhannesi Kjarval. Einnig verður frumsýndur fáni, teiknaður og saumaður eftir lýsingum sjálfs Danakonungs, Kristjáns X, sem nýverið fundust í dagbókarfærslum konungs.

Þjóðfáni er án efa eitt sterkasta táknræna form sjálfsvitundar þjóðar, og þessi sýning mun veita innsýn í hvernig einstaklingar, allt frá almennum borgurum til konungs, gerðu tilraunir til að hanna sérkenni íslensku þjóðarinnar.

Sýningin er unnin í samvinnu við Sendiráð Íslands í París og Hönnunarmiðstöð Íslands að tilefni af aldarafmæli fullveldisins.

Sendiráð Íslands í París býður til sýningaropnunar laugardaginn 8. september kl. 18.