Dagsetning
17. júní
kl. 14:00-14:15
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

FÁNI - tónverk.

Hrafnseyri við Arnarfjörð, Vestfirðir

Til að minnast aldarafmælis fullveldis og sjálfstæðis Íslands á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, foringja þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga á 19. öld og þess fólks er lagði grunninn að fullveldi og sjálfstæði landsins, verður samið tónverk sem frumflutt verður á staðnum á Þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní 2018.

Hrafnseyri hefur boðið einum af yngri tónskáldum landsins, Halldóri Smárasyni frá Ísafirði, að semja tónverkið. Eftir veru sína í Tónlistarskólanum á Ísafirði og Listaháskóla Íslands, nam Halldór tónsmíðar við Manhattan School of Music í New York og hjá tónskáldinu Beat Furrer í Graz í Austurríki. Halldór hefur meðal annars samið fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og fleiri hópa hérlendis, auk þess sem hann hefur unnið með og skrifað tónverk fyrir ýmsar af merkustu útvarps- og sinfóníuhljómsveitum Evrópu. Halldór er því ákaflega áhugavert og upprennandi tónskáld og verðugur þessa að semja tónverkið í tilefni afmælisins. Verkið verður flutt af Strokkvartettinum Sigga, sem samanstendur af fiðluleikurunum Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara og Sigurði Bjarka Gunnarssyni sellóleikara.

 

“Fáni" – a musical composition for Hrafnseyri due to the 100th anniversary of Iceland´s sovereignty, composed by Halldór Smárason”. The 100th anniversary of Iceland´s sovereignty will be celebrated at Hrafnseyri in Arnarfjörður, on the Icelandic National Day, June 17, 2018, since Hrafnseyri is the birthplace of Jón Sigurðsson (1811-1879) who was the leader of the national independence movement in the 19th century, and June 17, is the date of his birth. The celebration will include a preimere of a musical composition called “Fáni”, composed specifically for the occasion by Halldór Smárason, who is an outstanding young composer from Ísafjörður in the Westfjords, and it will be performed for the first time by a quartet called Siggi String Quartet.

Efst á baugi