Dagsetning
16. apríl
kl. 14:00-15:30
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Framfarir í hundrað ár 1918-2018

Harpa, Höfuðborgarsvæðið

Framfarir í hundrað ár er yfirskrift Ársfundar atvinnulífsins 2018 en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember 1918. Á hundrað árum hefur öflugt íslenskt atvinnulíf lagt grunn að góðum lífskjörum hér á landi.

Fundurinn fer fram mánudaginn 16. apríl í Hörpu kl. 14-15.30 og er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir ávarpa fundinn ásamt dr. Eamonn Butler framkvæmdastjóra, Adam Smith-stofnunarinnar í London.

Boðið verður upp á tímaflakk á fundinum þar sem Stefán Pálsson, sagnfræðingur og hópur stjórnenda fer í skemmtilegt ferðalag um söguna og það sem hefur áunnist á hundrað árum. 

Dagskrá fundarins og skráning fer fram á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins  http://www.sa.is/frettatengt/frettir/arsfundur-atvinnulifsins-2018